Föstudagurinn 6.

Hæ,

Jamm, undur og stórmerki...eða wonder and big signs...2 blogg á stuttum tíma. Dagurinn í dag hefur verið alveg einstaklega ljúfur og þægilegur. Vinnan var í þægilegu lágmarki og á köflum var hún bara ekkert að trufla einkalífið. Verkfallið heldur áfram og ofurskilningsríkur yfirmaður minn hefur sýnt enn meiri skilning. Ég vinn bara heima og tek símann og svara tölvupósti. Hef þó með góðri aðstoð frá Demantveginum fengið að skjótast í smá fyrirtækjaheimsóknir í verkfallinu.
Matthías er nú farið að lengja eftir að fá að lemja einhverja aðra en systkini og 3ja ára gutta á Demantsveginum. Sá 3ja ára hefur þó náð að hamra aðeins tilbaka svo að það er nokkuð góður viðskiptajöfnuður.

Ég trillaði í búð í dag til að versla afmælisgjöf handa Dísu. Við Sólrún gefum henni í sameiningu forláta síma með smá símaglingri. Held að skvísan verði kát með það. Svo fékk hún bók um gleðigjafann Fíusól frá ömmu Erlu og afa Stefáni. Ég leyfði henni að opna þann pakka núna í kvöld. Ég ætla nú að stelast til að lesa hana. Alveg stórskemmtilegar bækur. Höfundur bókanna er einmitt stórskemmtileg. Ég aðstoðaði hana einu sinni við að koma tölvunni hennar í lag og það var stutt í hlátur á þeim bæ.

Jæja, annars er ég bara að sleikja sólina þessa dagana á milli þess sem ég þykist vera að vinna. Matthías hefur fengið að fljóta með og staðið sig með prýði. Stundum gleymir hann sér aðeins og fer að athuga þolmörk lifandi og dauðra hluta, en allt fer þó vel að lokum og engin veruleg slys orðið.

Á morgun á sem sagt skvísan afmæli og býður bekknum í veislu sem verður haldin heima hjá Sólrúnu þar sem plássið er takmarkað hjá mér og svo er Sólrún margfalt betri en ég að leggja á borð.

Ég bið að heilsa í bili,

Góðar stundir.

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til lukku með litla skrípilinn:)
Það hljómar eins og Matthías sé algjör hryðjuverkamaður!!!
En er hægt að panta þig í mat eitt kvöldið? Þú átt sko ekki samt að vera í matinn, bara að koma og borða... og hitta Svenna:)
Afmæliskveðjur, Rúnabrúna
Nafnlaus sagði…
Líka meira en velkominn hingað :)
og til hamingju með gorminn! Hlakka ekkert smá til að hitta ykkur þegar þið komið.
Knús og kossar héðan frá Steig.

þetta hrökk upp úr Einari á Völlum um daginn.
,, Það er tvennt sem sést á jörðinni frá tunglinu,... Kínamúrinn og nýja gistihúsið í Steig"!
Góður!!!
Nafnlaus sagði…
Hæ og til hamingju með skvísuna. Ég hef ekki heyrt í þér svo lengi svo mig langaði bara til að senda þér smá kveðju. Hlakka til að fá ykkur í heimsókn í lok mánaðarins.

Knús og kram, Inga Freyja

Vinsælar færslur